SÉRHÆFÐ RÁÐGJÖF VEGNA VIÐHALDS OG ENDURBÓTA Á MANNVIRKJUM.

Teiknistofa

Við sérhæfum okkur í hönnun og gerð teikninga fyrir hvers kyns breytingar og endurbætur á fasteignum, innandyra sem utan. Helstu verkefni okkar hafa verið gerð aðaluppdrátta, reyndarteikninga, uppmælingar, sérteikningar og önnur almenn hönnunarvinna.

Algeng verkefni í gegnum tíðina hjá okkur hafa t.d. verið hönnun klæðninga, breytingar á þökum, breytingar á nýtingu rýma og ýmislegt fleira.

Verksýn hefur einnig annast hönnun ýmissa bygginga, þ.á.m. fjölbýlishúsa, sumarhúsa og atvinnuhúsnæðis.

Við störfum einnig með reyndum hönnuðum á burðarþols- og lagnasviði.

Ýmsar upplýsingar í reitunum hér fyrir neðan