SÉRHÆFÐ RÁÐGJÖF VEGNA VIÐHALDS OG ENDURBÓTA Á MANNVIRKJUM.

Breytingar og reyndarteikningar

Við höfum í gegnum árin hannað mikið af breytingum á eldra húsnæði, bæði á einstökum byggingarhlutum og eins stærri breytingar. Við reynum eftir fremsta megni að halda í eldra útlit, eða líkja eftir því, sé nauðsynlegt að ráðast í breytingar á annað borð. Við leggjum metnað í að útfærðar séu vandaðar lausnir sem endast vel, en þar skiptir reynsla okkur af viðhaldsverkefnum miklu máli.

Við höfum einnig unnið talsvert við uppmælingar og reyndarteikningar af eldra húsnæði, t.d. vegna nýrra eignaskiptasamninga eða skráninga.